Blómaskeið slökkviliðsins.1986-2005 Haraldur Stefánsson Slökkvistjóri ritar.
1976 var Haraldur Stefánsson ráðinn Varaslökkvistjóri þar eð Sveinn sneri sér að rekstri snjóruðnings deildar ásamt Magnúsi heitnum Ólafssyni sem hlaut titilinn Snow King. Þessi deild sá einnig um alla flugþjónustu fyrir herflugför hvaðan sem þau komu. Þetta verkefni tók það á, að Sveinn Slökkvistjóri hætti afskiftum að Slökkviliðinu að mestu leiti vegan anna og afskiftum að Stjórnmálum Suðurnesja. Svo þegar Sveinn lést um aldur fram 1986 var Haraldur Stefánsson ráðinn sem Slökkvistjóri og Framkvæmdastjóri flugþjónustu .
Ég ætla að setja hér síðasta árshátíðarávarp sem ég flutti til Slökkviliðsmanna og þeir skilja og þekkja það sem sagt er.
Gott kvöld og gleðilega hátíð 2004.
Kveikja kertin. Sendum hlýjar kveðjur til þeirra sem eru fjarri og lasnir.
Við erum mikið glöð að geta komin saman og skemmt okkur enn einu sinni. Kærar þakkir frá okkur hjónunum fyrir boðið hingað.
Ég er afar hreykinn að vera í þessum hóp. Að líta yfir salinn og sjá ykkur öll með bros á vör, upp klædd og ákveðin í að njóta stundarinnar með góðum vinum.
Vinahópurinn starfsbræður og systur. Gömlu félagarnir eru óðum að hverfa á braut ýmist af eigin hvötum eða vegna aldurs. Bera hæst Jón Viðar og Diddi Magg sem hættu núna nýverið. Má ég biðja ykkur að standa upp og af virðingu með óskum um gott gengi skála fyrir öllum þeim sem farnir eru.. Skál.
Einnig liftum við glösum með þökkum til þeirra sem standa vaktina upp í snjó, í stöðinni út í Gekk á símanum, við drekkum þeim öllum þakklætis skál. Ekki megum við gleyma konunum okkar sem alltaf örfa strákana sína til dáða. Herrar mínir drekkum þeirra skál.
Orðstýr lifir, mennirnir deyja. Orðstýr okkar er góður, verkin tala. Enn einu sinni höfum við verið metin númer eitt í okkar deild Navy and Marine Corps fyrir störf unnin á árinu 2003. Nú eru sannarlega tímamót og vert að líta yfir farinn veg með þakklæti. Ég færi öllum fyrrverandi og núverandi starfsmönnum alveg sérstakar þakkir fyrir frábær störf sem hafa orðið til þess að mér var veittur Riddarakross Fálkaorðunnar 17 Júní síðastliðinn. Orðan er vitnisburður ykkar í raun, vitnisburður einstaks hóps Kvenna og Karla sem skara sífellt framúr og bera höfuðið hátt. Það er mikill heiður að í okkar fagi skuli vera handhafi Fálkaorðunnar.
Mikið hefur verið um mannabreytingar á vellinum og starfsemi í endurskoðun, við fylgjumst með því en vinnum okkar störf áfram af alúð. Ekki stendur til nein breyting hjá Slökkviliðinu að ég best veit, ef ég fæ einhver fyrirmæli um slíkt þá verðið þið fyrst til að fá þær fréttir frá mér. Spennandi samningar eru í gangi um framtíð Varnarliðsins sem skifta miklu máli fyrir okkur um ókomna framtíð. Óskandi að það verði niðurstaða öllum til góðs. Okkar lán Íslendinga er að við eigum góðar vinaþjóðir sem við höfum alla tíð unnið heilt fyrir, til öryggis líðfrjálsra manna og af því erum við hreykin.
Það er erfitt að gera upp á milli fólks þegar úrvalið er mikið en ég get sagt margt gott um ykkur öll. Góð regla er að ef ekki er hægt að segja eithvað gott um félaga sinn þá er betra að segja ekki neitt. Ungir menn og konur setja sífellt stærri svip á hópinn okkar sumir finna sig aðrir ekki eins og gengur. Diddi Magg og Viðar hættir og Óskar frá vegna veikinda. Fleiri eru að hugsa sér til hreifings þar á meðal ég, þannig að uppgangur ungs fólks er framundan. Von mín er að vel veljist til ábyrgðar. Slökkviliðsmönnum öllum þakka ég þrautseigju , þolinmæði og góð verk og hlakka til að fylgjast með framtíð hópsins í störfum.. Allt er gott að frétta frá Kosovo okkar félagar þar hafa skilað einstöku starfi sem er rómað af öllum sem til þekkja. Áberandi er að þar kemur þjóðunum illa saman nema allir elska Ísland og okkar menn. Stefán Björnsson er búinn að ná heilsu, það gleður mig mjög og ég er viss ujm að þið eruð öll sama sinnis.
Gæða vottunin stendur enn og við erum að líta yfir verkefni núna Halli Vill, Boggi, Patrick og margir fleiri til að endurnýja vottunina, vottunin er vitnisburður um heilbrigt og heiðarlegt starf sem metið er hátt.
The Fire House Chapel. Slökkviliðskapellan stendur falleg og táknar samstöðu hópsins Óskar og Kó luku nýlega við að klæða neðan á gemsann, kærar þakkir.
Deildin okkar er stór og verkin mörg sem okkur eru falin. Það verður ekki ofsagt hversu áríðandi er að allir geri sitt besta. Ekki hallar á neinn þó ég segi að deildin okkar er til fyrirmyndar og hefur staðið sig einstaklega vel á öllum sviðum, virðist eflast við hverja raun. Veturinn núna hefur verið kröfuharður en þrátt fyrir það halda þeir strikinu í snjónum og halda uppi góðum anda gleði og bjartsýni. Samhentir menn láta hlutina ganga. Yfirkóngurinn Hjörtur heljarmenni brast í grát um daginn þegar snjóaði og héldu menn að hann hefði unnið í Lottó. en var svefngalsi. Gott er að heimsækja strákana hans. Hafið kærar þakkir. Siggi Ara er nú veislustjóri langar að vera Slökkvistjóri, hann stendur sig vel að minnsta kosti segir Áka það. Þau komu til mín í Bústaðin þar ríkir frelsi og þegar Siggi gekk út fyrir verönd eins og góðra bænda er siður í morgunsárið, þá sönglaði Áka allt í einu. He´s got the whole world in his hand. Rúnar Mikli Brandur kom til mín inn á skrifstofu um daginn og sagði að ég yrði að vera fyndinn á árshátíðinni, það fylgdi með að Ragga Bústaðs drottning hefði róið út á vatn um daginn með allar græjur lagst við stjóra og farið að lesa í bók. Kom þar að henni bóndi heldur ófriðlegur og sagði hana stunda veiðiþjófnað og þyrfti hún að koma í land. Hvað er þetta maður ég er bara að lesa ekkert að veiða jú þú ert með allan búnað sagði karlinn. Þá kæri ég þig fyrir nauðgun karl minn ha ég hef ekki snert þig ja þú ert með allar græjurnar sagði frúin.
Ávörp á hátíðum einsog núna hjá mér mótast oft af fortíðinni, menningu dagsins í dag, framtíðinni og kostnaði. Allt á þetta heima hvað með öðru en eitt er víst að í gegnum tíðina þrátt fyrir fortíð, peningaleysi og litla menntun, þá er það eins í dag og áður, Það er trúin sem gefur lífinu þann styrk sem þarf, til að yfirstíga það eina sem við getum átt við., erfiðleika dagsins í dag til uppbyggingar dagsins á morgun.
Gleðilega Hátíð.
Með nýjum herrum og aukinni ábyrgð koma aðrar aðferðir og áherslur. Eitt af því stórkostlegasta sem við tókumst á við á þessum tíma var Vottun samkvæmt stöðlum heimssamtaka slökkvistjóra Norður Ameríku..
- Boðorð leiðtoga. (Jafnt fyrir Brunavarðaþjónustu og annað í heiminum.)
Mannfólkið er órökgjarnt, ósanngjarnt og eigingjarnt. Vertu vinur þess samt.
Ef góðverk þú gerir mun fólk þig telja eigingjarnan og falskan. Samt skal gott gera.
- Ef árangri nærð, falska vini og sanna óvini þú færð. Ná árangri samt.
- Það sem þú gerir vænt í dag er gleymt þann næsta. Hald áfram góðum verkum.
- Heilindi og einlægni gera mann berskjaldaðan. Iðkum samt heiðarleika og einlægni.
- Stórmenni með miklar hugmyndir geta skaðast af lítilmennum. Hugsið stórt þrátt fyrir það
Mannfólki líkar lítilmagninn en dýrkar yfirvaldið. Berjist fyrir lítilmagnan líka. - Það sem maður byggir up á mörgum árum getur fallið á einni nóttu. Byggjum þrátt fyrir það.
- Mannfólk þarf hjálp í raun en getur mótmælt eða ráðist að þér ef þú hjálpar. Hjálpum samt.
- Fórnaðu þínu besta fyrir lífið og vanþakkað það verður. Fórnaðu því besta sem þú átt samt.
Haraldur Stefánsson.
.
Vottunarferlið var flókið, en þar eð allir starfsmenn tóku virkan þátt í að taka til gögn
til sönnunar verka okkar og húsbænda, okkur til stuðnings, þá vannst verkið mjög vel og fengum við hina langþráðu vottun eftir að fulltrúar samtakanna komu og gerðu úttekt á slökkviliðinu með hliðsjón af þeim gögnum sem höfðu verið sett fram..Hér birtist skjal sem barst yfirstjórn Varnarliðsins og Slökkvistjóra þegar vottunin var í höfn.
The Naval Air Station Keflavik Fire Department in Keflavik, Iceland has received Accredited Agency status with the Commission on Fire Accreditation International (CFAI) for meeting the criteria established through the CFAI’s voluntary self assessment and accreditation program. The Commission on Fire Accreditation International (CFAI) met in Dallas, Texas on August 24, 2000 to officially accredit Naval Air Station Keflavik Fire Department. Fire Chief Haraldur Stefansson was present to accept his department’s recognition for completing the self-assessment process. The agency is one of 38, which has achieved Accredited Agency status with the CFAI. Naval Air Station Keflavik Fire Department is the only department outside the continent of America and one of two agencies in the Department of Defense that has been accredited.
Slökkviliðsmenn þurfa að vera vel á sig komnir til líkama og sálar. Í ljósi þess lögðum við mikla áherslu á þjálfun og og markvissa samveru. Til að styrkja þetta tókumst við á hendur ýmis verkefni upp á eigin spítur. Fyrst ber þar að nefna íþróttahús sem við útbjuggum í gömlu slökkvistöðinni. Til að koma því í verk þá máluðum alla brunahana á vellinum og fengum í staðinn efni í íþróttahúsið. Slökkviliðsmenn unnu svo verkið. Það næsta sem við gerðum var að byggja fullkominn fótboltavöll við slökkvistöðina í sjálfboðavinnu. Haraldur slökkvistjóri verandi í bygginganefnd varnarliðsins útvegaði öll tilskilin leyfi og skaffaði tæki til jarðabóta. Hér ber að nefna frábært starf sem Guðmundur Halldórsson innti af hendi að öllum ólöstuðum sem komu að vinnunni. Það er gaman að minnast Braga Guðjónssonar nostra við gróðurinn í kringum völlinn og Hrafns Jónssonar sem reisti glæsilegt stauravirki sem afmarkar einn best Knattspyrnuvöll sem fyrirfinnst á Suðurnesjum og þótt víðar væri leitað.
Tilveru réttur slökkviliðsmanna var okkur mikið alvörumál. Tókumst við á hendur að kenna og þjálfa eftir löggildingar stöðlum Norður Ameríku sem herinn hafði lagt blessun sína yfir sem þeirra vottun á atvinnuslökkviliðsmönnum. Þetta þýddi að í fyrsta skifti voru slökkviliðsmenn á Íslandi að fá viðurkenningu sem fagmenn. Brunamálastjóri Íslands lagði blessun sína yfir þessa fagkennslu og menn uppskáru eftir námsárangri til frama og launa samkvæmt því. Í þessu sambandi ber að geta þjálfunarstjóra Halldórs Vilhjálmssonar sem bar hita og þunga þessa verkefnis.
Aðstaða til þjálfunar í björgunar og slökkvistarfinu er nauðsynleg eins og annað. Okkur tókst að útvega parhús sem hafði verið aflagt. Í þessu húsi útbjuggum við björgunar og reikköfunar gildrur sem mannakapurinn útbjó í sjálfboðavinu. Þessi aðstaða var mikil lyftistöng í þjálfuninni. Við höfðum einnig útbúið okkur olíuelda æfingasvæði á steyptum palli með olíutank sem flugvélabúk. Þessa aðstöðu nýttum við mikið í mörg ár og til okkar komu ýmsar stofnanir til að æfa þar á meðal Landhelgisgæslan og Brunamálastofnun. Reikurinn af þessum æfingum og olían voru mengunarvaldar sem varð að hverfa. Þess vegna, varð að finna aðra lausn. Slökkvistjóri útvegaði Hálfa miljón dollara og fór og keypti flugvél úr ryðfríu stáli sem var sérhönnuð til æfinga fyrir fluvélaelda, án mengunar þar eð hreint gasefni var notað við brunann og allt tölvustýrt til að líkja eftir öllum mögulegum uppákomum.
Andlegt álag starfsmanna og samheldni er lífsnauðsynlegt. Gömul Kapella sem staðsett var í Radarstöð hersins á Hornafirði var á hrakhólum þar eð stöðinni var lokað. Við í bygginganefnd ákváðum að bjarga Kapellunni og fengum Íslenska aðalverktaka til að flytja húsið á Miðnesheiði nánar tiltekið í Radarstöðina þar (Rockville). Þegar þessari stöð var lokað þá beytti ég mér fyrir því að fá leyfi til að staðsetja Kapelluna vil slökkvistöðina okkar á Keflvíkurflugvelli í framhaldi af tillögu Birgirs Þórarinssonar guðfræðings. Mannskapurinn brást vel við og ákvað að endurbyggja húsið og eftir stendur undursamlega fallegt lítið athvarf til íhugunar og friðar fyrir slökkviliðsmenn og aðra. Þessi framkvæmd er jákvæðasta verkefni sem slökkviliðið hefur beytt sér fyrir í allri sögu Slökkviliðsins.
Eiin daginn kom yfirmaður minn upp úr þurru og vildi endilega fá mig til að sýna sér Stöð okkar #2. Við fórum, en þegar við komu aftur upp eftir þá var Slökkvisöðin full af fólki og blaðamönnum og Erla konan mín líka. Í stuttu máli tók ég þarna við Superior Civilian Service Award eða afburða starfa verðlaun í fyrra skiftið af tveim, sem er viðurkenning til allra slökkviliðs manna. Óhjákvæmilega henda óhöpp af og til hjá Slökkviliðsmönnum eins og öðru fólki en það er misjafnt hvernig tekið er á hlutunum til að læra af mistökunum. Daginn eftir verðlaunaafhendinguna fékk ég tilkynningu að einum af stærstu slökkvibifreiðum okkar hefði verið velt. Þegar ég kom á staðinn ný verðlaunaður og horfði uppá allt í hönk þá fannst mér ég vera lítill kall. Rétt í þessu kom yfirmaður minn brunandi á staðinn og bókstaflega keyrði á mig þar sem ég stóð á flguhlaðinu því að hálkan var svo mikil að hann gat ekki stoppað. Ekki þurfti ég að hafa mörg orð við hann af hverju bíllinn hafði oltið og sem betur enginn slasaður að ráði. Allir dæmdu bílinn ónýtan nema við í slökkviliðinu. 12000 dollarar voru útvegaðir fyrir ýmsu efni og slökkviliðsmenn með Sigurð Arason varaslökkvistjóra í farabroddi gerðu við bílinn á einum mánuði og hann var eins og nýr eftir. Nokkru seinna valt annað svona tæki hjá Sjóhernum á Ítaíu. Þar réði ríkjum gamall vinur minn, ég hringdi í hann og bauð honum að senda skemmdan bílinn og 80000 dollara til okkar og við mundum beina til hans notuðum bíl sem var á leið til okkar frá Bermuda. Þetta gekk eftir og strákarnir gerðu við bílinn fyri 10000 dollara og við gátum keypt okkur ný reikköfunartæki fyrir afganginn. Þatta nefni ég því framtak þetta sameinaði enn einu sinni mannsakapinn til góðra verka og spurðist um allan Herinn og varð okkur til góða þegar kom til fjárveitinga, einkum til ferðalaga til BNA og sérnáms þar. Slíkar ferðir starfsmanna voru á þriðja þúsund á þessum árum.
Margur myndi spyrja hvað gerðirðu fyrir strákana í staðinn fyrir öll þessi fjölbreyttu störf sem þeir unnu. Sérstakur bónus var greiddur fyrir aukastörf en ég hafði tök á að veita einstaklingum penigaverðlaun fyrir fórnvísi og nýtti ég það óspart. Í staðinn fyrir að greiða yfirvinnu þá fengu menn að safna sér tímum í frí ef þeir komu til að vinna að óskaverkefnum okkar. Einnig kom ég því til leiðar að starfmönnum mínum nokkrum voru veitt (Meritorius Civilian Service Awards) eða verðlauna medalíu fyrir fórnfýsi í starfi. Lika áttu slökkviliðsmenn inni kaup fyrir unnin störf í hærri embættum og fengu ekki greitt. Ég gat þá borgað þeim smátt og smátt þessa peninga með verðlaunapeningum sem að lokum greiddi að fullu það sem þeir áttu inni.
Orðið mengun komst í notkun um 1986 og eiturefna viðbrögð voru sett í forgang. Sýnt þótti ef að árangur ætti að nást í þessum efnum þá væri engin stofnun betur í stakk búin til að taka þetta að sér en slökkviliðið. Ég fékk öndvegis mann Stefán Eiríksson heitinn varðstjóra til að taka þetta sérvekefni að sér og fórum við saman til BNA til að læra þetta fag. Stefán stjórnaði þessu verkefi æ síðan með miklum sóma og var rómaður var af öllum sem til þekktu.
Fjallabjörgunar sveit stofnuðum við sem nefnd var ORION. Við útbjuggum okkur tæki og tól sem gerðu okkur kleift að framkvæma björgun í öllum aðstæðum á landi og fór sveitin til æfinga vítt og breytt um landið. Einnig tókum við virkan þátt í æfingum herjanna Northern Viking og Partneship For Piece. Eftirlitsmenn með æfingunum höfðu þau orð í mín eyru að æfingar þessar hefðu staðið og fallið með stuðningi slökkviliðsins.
Nokkrir ORION sveitarfélagar í góðum gír.
Starfsframi í okkar tíð byggðist á menntun og reynslu. Við komum okkur upp stöðuhækkunar kerfi og starfsmannanefnd sem fjallaði um starfsumsóknir og stöðuhækkanir. Þessi tilhögun reyndist mjög vel og undu allir sáttir við þetta. Eitt dæmi var þannig að ég þurfti að ráða varðstjóra á eina vaktina og barst mér til eyrna að einn umsækjenda væri sjálfsagður í stöðuna og ekki þíddi að sækja um stöðuna. Þessu undi ég ekki og lét gera könnun meðal starfsmanna um hver umsækjenda væri æskilegastur og hver sístur að þeirra mati í leiðtoga starfið. Sá sem hafði veri talinn sjálfsagður í starfið fékk minnst fylgi og fór það saman með niðurstöðu starfsmannanefndar.
Haraldur var síðastur starfsmanna varnarliðsins sem kvaddur var með sérstöku hófi 2005 eftir 50ára starf að vistöddum fjölda félaga og vina.
Síðasti yfirmaður Varnarliðsins ásamt fúnni til hægri og Haraldi og frú Erlu í miðið í hófinu.
Til upplýsingar um brottför Varnarliðsins þá barst mér þetta í skeyti 2004 í Júní. Ekki átti brottförin að vera óvænt eins og látið var að liggja á Íslandi.
Rear Admiral Michael Holmes, Commander Patrol and Reconnaissance Group was the guest speaker and during his speech casually mentioned the closing of two bases which VP 10 had been making deployments to, Rosy Roads, PR and Keflavik, Iceland. I think we were all aware of Rosy Roads being closed, but news of Keflavik closing was a surprise.
Fyrir Ólaf Eggertsson ritstjóra.
Saga slökkviliðsins eins og hún er skrifuð er að mínu mati vottur um góðan hug þeirra sem að henni standa. Þér Óli minn sendi ég mínar þakkir fyrir þitt fórnfúsa starf.
Legg til eftirfarandi. Þessi skrif mín hér eru afgerandi í réttri sögu Slökkviliðsins og vona ég að þú getir nýtt þér þau.
Í sögu þessa slökkviliðs er aðeins um að ræða 5 slökkvistöðvar I.E. Gamla stöðin eða íþróttahúsið svo nýjas töðin og stöðin í Geck. Slökkviliðs bílar voru staðsettir á tímabili í Hangar #501 og húsi 2084 ásamt mannskap. Þetta var circa 1958-1960 þannig að við gætum sagt stöðvarnar hefðu verið mest 5.
Slökkvistöð í námunda við sjónvarpsstöð á ekki Heima í þessari sögu. Nello Teer verktaki er ekki rétt heldur American Overseas Airlines (AOA). Sagt er í sögunni að Nello Teer hafi komið að rekstrinum ef ég man rétt en það var AOA sem það gerði.
Á einum stað er nefndur Thomas Godbold á að vera svona skrifað en ekki eins og það er í sögunni.
Þar sem myndir af slökkvistjórum eru aftast legg ég til að heildar starfstími hvers og eins sé tilgreindur.
Sveinn 1952-1986 34 ár Slökkvistjóri 1963-1986 23ár.
Haraldur 1955-2005 50 ár. Slökkvistjóri 1986-2005 20 ár.
Sigurður ??? ???? Slökkvistjóri 2005 2006 1 ár.
Ólafur Er ekki slökkvistjóri í slökkviliði varnarliðsins sem sagan fjallar um.
Varðandi KOSOVO þá var það þannig að Utanríkisráðuneytið sem ég starfaði mikið með í ýmsum málum svo sem undirbúningi Northern Viking heræfinga hafði góða reynslu af okkar verkum. Ráðuneytið kom að máli við mig um að útbúa slökkvilið í KOSOVO á Pristina flugvelli. Mér leist vel á þetta sem gæti verið aukin þroski fyrir okkur að glíma við. Yfirmenn Varnarliðsins voru andvígir aðkomu að þessu verkefni og þess vegna þurfti krókaleiðir að þessu. Stefán Björnsson Varðstjóri hjá okkur samþykkti að fara til KOSOVO og hefjast handa við uppbyggingu. Ég varð að setja Stefán í launalaust frí og Íslenska ríkið greiddi launin, þannig var Varnarliðið ekki beinn þátttakandi í verkefninu. Síðan tóku ýmsir góðir menn við af Stefáni sem varð að koma heim aftur vegna sjúkleika. Sérstaklega var sagt í min eyru af ráðamönnum í KOSOVO að starfsmenn frá okkur hefðu borið af í einu og öllu á þessu hamfarasvæði.
Kærar kveðjur Halli Stef.