Slökkvilið Keflavíkurflugvallar 20.02.03 Halli Stef
Ein fyrsta uppákoman sem ég man eftir rifjast upp þegar við förum að tala saman um sögu slökkviliðsins var ,að ég held daginn eftir að ég byrjaði að vinna hérna, þegar þota í flugtaki af braut 12, sem er 11 í dag, missti afl og hrapaði í höfnina í Njarðvík. Það voru tveir menn um borð.
MJÖG ÓSKÝRT – SLÆM UPPTAKA
Í einu útkalli sem ég lenti í á sjúkrabíl (einu sinni var sjúkrabíll í slökkviliðinu) hafði P-2 vél lent og brann á brautarmótum 16/20. Ég sá þetta nú ekki sjálfur en þegar ég kom keyrandi út á braut 30 (nú 29) þá kom allt í einu á móti okkur skoppandi vængendi.
MJÖG ÓSKÝRT – SLÆM UPPTAKA
Þetta var allt öðruvísi á þessum tíma og allt eiginlega barns síns tíma. Vélar flugu miklu lægra, þoldu illa veðrið og mun meiri möguleikar á því að illa gæti farið. Þeir sem áttu að bregðast við ef eitthvað færi úrskeiðis þar sem mannlegur kraftur var nærri voru miklu ver undirbúnir. Þetta fer allt saman með breyttri tækni. Í dag er þetta allt miklu auðveldara og einfaldara.
Það hefur komið fyrir af og til að kveikt hefur verið í, jafnt ungir sem aldnir, bæði af klaufaskap og yfirlögðu ráði. Ef eitthvað slíkt kemur fyrir þá er viðkomandi strax sendur burt héðan og fær ekki að vera stundinni lengur á Íslandi á vegum hersins.
Áður fyrr var mun meira um sígarettureykingar en er í dag. Þá var hluti af aðal forvörnunum ,,Don´t smoke in bed” áróðurinn okkar sem þið kannist við. Nú til dags er nánast ekkert talað um þetta. Áður fyrr var þetta algengt. Við lentum margoft í því að hirða fólk hálfdautt úr rúmunum á meðan logana lagði úr sængurfötum þeirra.
Eitt sinn kviknaði lítillega í fötum manns hér á vellinum og ekki vildi betur til en svo að félagi hans sem stóð fyrir aftan hann hellti bensínfötu (sem hann hafði við höndina) yfir hann í þeirri von að slökkva í honum. Óhugnaleg óhöpp hafa átt sér stað hér þótt þau hafa ekki verið ýkja mörg. Það hefur komið fyrir að menn hafa sogast inn í þotuhreyfla. Það hafa verið mörg önnur atvik eins og þau útköll sem við fengum utan vallar, það var oft hringt í okkur fyrst en slökkviliðið á Suðurnesjum seinna.
Svo ég segi ykkur frá meiru þá var gamla slökkvistöðin flutt yfir í húsnæðið sem hýsir stöðina í dag um árið 1966 og sennilega verður ný stöð reist hérna einhverns staðar á miðjunni.
Við erum búnir að tala um söguna frá því fyrir 1985 og starfsmennirnir hafa verið nokkuð margir í gegnum tíðina en það hefur talsvert fjölgað í okkar röðum frá 1986.
Eldurinn er og verður alltaf eins en möguleikarnir á óhöppum eru í dag allt öðruvísi. Maður verður að gera ráð fyrir hinu versta en þó vona hið besta.
Íslendingar tóku við þessari starfsemi árið 1963 að meira eða minna leyti. ÓSKÝRT Það er ekkert slökkvilið til í heiminum sem hefur notið frægðar fyrir slíkt.
Við höfum eflt eftirlit og aukið samvinnu við almenning og þá sérstaklega í heimahúsum þar sem hættan er yfirleitt mest. Það hafa verið teknar saman tölur úr öllum heiminum og komið í ljós að lang algengast er að fólk deyji af völdum reyks á einkaheimili sínu þar sem það hefur næði til að gera þá hluti sem það vill hvort sem það er vel eða illa. Maður veit aldrei hvað er fyrir innan útidyrahurðina á næsta húsi. Við höfum verið svo heppnir að fá að koma inn fyrir. Við höfum komið á framfæri boðskap okkar um það hvað fólk getur gert sjálfu sér til hjálpar til að draga úr hættu á eldi og reyk.
Það er stundum verið að tala um brunavarnir sem sölumannsstarf en í raun og veru er sölumennskan afstæð hjá langflestum, allavegana þeim með eittvert vit og hefur gengið í skóla sem er nú yfirleitt gert, það gerir sér fyllilega grein fyrir afleiðingum þess að fylgja ekki öryggisreglum (hvort sem það er að keyra bílinn sinn eða hlaupa afturábak niður stiga – það hlýtur eitthvað einhvern tímann að gerast). Fólk veit þetta og hverjar afleiðingarnar eru en það þarf stundum að sýna fyrirhyggju og vera með áætlanir. Viðhorf margra markast af því að ,,þetta reddast” þ.e. að hlutirnir bjargast. Það er ekki hægt að hafa það svoleiðis endalaust því það kemur að því að það verður ekki lengur hægt að bjarga málunum.
Orðstír okkar, vinnureglur og heilindi í starfi eru til marks um það að við náum markmiðum okkar og það má sjá frammi á gangi á þeim viðurkenningum sem okkur hefur hlotnast. Nýjasta dæmið er það þegar við skoðum hvert einasta atriði sem við gerum hér s.k. sjálfsskoðun eftir þessu alþjóða staðlaða kerfi sem segir til um það hvernig slökkvilið á að vera rekið. Við fórum eftir þessu kerfi og fengum síðan hingað lærða menn úr þessum geira til að skoða og meta hjá okkur aðstöðu og aðbúnað. Við komumst að raun um að þetta var sem best væri á kosið hjá okkur þ.e. reglur og siðir eru hér eins og þeir eru réttastir. Sumir af þessum köllum sem hafa verið að skoða hjá okkur segjast hafa aðrar vinnureglur en við. Hvort þetta geri okkur eitthvað betri eða verri þess vegna er hins vegar allt annar handleggur og eins og ég sagði áðan þá veit ég ekkert hvað við myndum gera ef upp kæmi allt færi í bál og brand þar sem t.d. stór flugvél full af farþegum brotlenti inn í mitt flugskýli. Maður veltir þessu óneitanlega fyrir sér. Þó veit ég það, að þegar mikið er af fólki á svæðinu, hvort það er slökkviliðinu eða aðrir, að þeir sem mæta fyrstir á staðinn munu bara fara að vinna eftir því sem þeim hefur verið kennt og þeir verið þjálfaðir til og þeir bera manndóm og gáfur til að skilja. Eins og okkar menn – þeir ganga bara til verks – og það er enginn slökkviliðsstjóri sem segir þeim það til eða frá. Þeir mæta á vettvang eftir fyrirfram ákveðnu kerfi og vinna sitt starf sem þeir hafa verið þjálfaðir til. Síðan getur neyðarkallið komið og vinnan í því nær lengra og þurfa þá að koma inn fleiri menn, fleiri hugmyndir og meira lið yfirleitt. Það er samt gott að gera sér grein fyrir því að þetta er svona. Það á að bjarga því sem bjargað verður.
Ég get sagt ykkur frá því þegar ég byrjaði hérna, frá því ég frétti það að við vorum búin að missa slökkvistjórann, að þá kom yfirmaðurinn á skrifstofuna til mín, ég var þá vara- slökkvistjóri, og sagðist vanta slökkvistjóra og að nú skyldi ég kvitta undir og ekki meira með það. Það var svolítið gaman að þessu því kafteinninn, Captain George McLoyd, sagði mér að síminn hjá sér væri rauðglóandi vegna þrýstings manna úr Reykjavík sem vildu koma sínum manni hingað að.
Óli:,,??”
Já það er til hjá landhernum í Þýskalandi, einhverjir slökkvistjórar en það er hvergi eins og hérna. Það eru til dæmis hermenn í slökkviliðum og það myndi þá vera borgarar og hermenn með þýskum slökkvistjóra en þá er í raun Ameríkani með honum eða yfir honum sem sér um kanana og hermennina. Þannig að það er enginn slökkviliðsstjóri til í slökkviliði bandaríska hersins með minn ,,status” og hefur aldrei verið til. Hann varð ekki til fyrr en ég gerðist slökkviliðsstjóri.
Óli: ,,Af hverju ekki?”
Þeir hafa bara ekki treyst mönnum til þess. Þegar ég gerðist slökkviliðsstjóri þá var gerður samningur upp á fleiri blaðsíður sem kom beint við bæjarstjórann til þess að hreinlega að koma málum slökkviliðsins á framfæri ef ég þyrfti á því að halda án þess að þurfa að fara bakdyra megin eins og raunin var áður.
Óli: ,,Segðu mér Halli, hver er yfirmaður þinn?”
Það er flotastöðvarforinginn.
Óli: ,,??”
Nei, nei. Það kemur fyrir að hann ber sig upp með eitthvað þegar hann vantar einhverja aðstoð. ,,Boyscouts of America” komu hingað fyrir skemmstu og vantaði húsnæði. Ég sagði flotaforingjanum að senda strákana bara til okkar og að við myndum redda þeim svefnpoka og láta þá gista í íþróttasalnum. Hann var voðalega ánægður með það. En ég hef alltaf látið það vera þannig hjá okkur að ef það er eitthvað sem ekki er hægt að gera þá skulu menn bara koma og tala við okkur hér í slökkvistöðinni. Við myndum hjálpa til.
Það var allt ómögulegt um daginn þegar átti að flytja C-117 flutningavél í safn vestur að Hnjóti. Ég sagði: ,,Við skulum bara gera þetta. Þetta er fín æfing fyrir slökkviliðið að vinna við flugvél og taka hana í sundur”. Í dag er flugvélin komin vestur. Það eru ekki allir sem myndu gangast undir þetta.
ÓSKÝRT Ferðalagið vestur í ,,Alert” hefur alla tíð þótt af langt. Þess vegna var hér í gamla daga ( u.þ.b. 1960) það sem kallaðist símaþjónusta þar sem símadömur svöruðu. Þegar var hringt í 17 og beðið um slökkviliðið þá svöruðu þær og tengdu svo yfir í slökkvistöð ef það var eitthvað um að vera. Það þýddi að við þurftum ekki að hafa vakandi símklefa af því það var einhver sem vaktaði neyðarnúmerið. Nú í dag er þetta orðið allt öðruvísi. Nú gildir alþjóðanúmerið 911. Ef fólk hringir í 112, sem er neyðarnúmerið á Íslandi og í Evrópu, þá færist það yfir í 911 ef það er hringt hér innan vallar í 112. Í dag er maður á símanum og búinn að vera í nokkuð mörg ár. Þetta er orðin símstöð. Það er enginn sem ,,monitorar” þ.e. enginn sem situr vakt yfir þessu. Það er skápur hérna frammi og búinn að vera í nokkur ár með lyklum í ….ÓSKÝRT og það hefur aldrei verið neitt að. Svona eru öll störfin sem menn vinna hérna.
Óli: ,,Þið hljótið að hafa gott orð á ykkur hjá Bandaríkjamönnunum”
Við höfum búið í haginn. Það er það sem fer á slysstað.
Þjálfunin byggir þá upp á ákveðinn máta. Svo höfum við húsreglur eða það sem við köllum ,,Standard Operating Procedures” og höfum við alltaf stuðst við þær. Iðnmálastofnunin hefur verið með námsstjóra hjá okkur til að fræða menn um þessa siði okkar þ.e. um að hafa standandi starfsreglur – hver á að gera hvað, hvenær, hvernig, hvers vegna og með hverju eins og í okkar S.O.P. ´s.
Þessir menn sögðu einmitt að það væri ekkert annað fyrirtæki til í íslenska þjóðfélaginu sem starfaði nánast á erlendum vettvangi og eftir erlendum reglum. Í stuttu máli sagt að ekkert fyrirtæki væri til sem kæmist með tærnar þar sem slökkviliðið á Keflavíkur-flugvelli væri með hælana – í raun og veru. Ég efast þó um að við njótum þess sannmælis almennt í okkar íslenska þjóðfélagi.
Í upphafi voru bara tvær vaktir með u.þ.b. 45 mönnum á hverri og þar af voru 15 eftirlitsmenn. Svo breyttum við þessu í kringum 196?. (Sumir voru sem sagt eftirlits- og slökkviliðsmenn samtímis)/Hann var eftirlitsmaður á meðan hann var að vinna, gerði ekkert annað allan daginn og fór svo í útköll sem vara varðstjóri á dælubíl á nóttunni. Þjálfunardagar voru um helgar, á laugardegi eða sunnudegi. Seinna meir vildu menn bæta um betur og voru einstaklingar ráðnir, af yfirlögðu ráði, af götunni vegna þess að þeir höfðu enga reynslu af slökkviliðsstörfum. Það hefur nefninlega viljað loða við menn sem fullorðnast og eldast að þeir missa smám saman áhugan á því sem þeir eru að gera.
Við höfum haft það sem sið að taka unga menn af vöktunum, sem hafa óskað eftir því að gerast eftirlitsmenn og sýnt starfinu áhuga.
Brunaeftirlitið hérna fer eftir ákveðnum stöðlum og í því felast mikil tengsl við fólk – þetta er nátturulega ekki lögreglulið heldur leiðbeinendur sem vilja öllum vel.
Þegar staðlar ríkjanna tveggja (Íslands og Bandaríkjanna) rekast á og sá íslenski gengur lengra, að okkar mati, þá er stuðst við hann. Nýja flugstöðvarbyggingin í Leifsstöð er til að mynda byggð samkvæmt fyrirmælum okkar og mínum undirskriftum.
FALLAÐ UM FJÖLMIÐLAFÁR Á ÍSLANDI
Fólk temur sér það sem við höfum haft fyrir þeim varðandi uppræðslu og kennslu á sviði brunavarna s.b.r. ,,Operation Edith”. Ég talaði við konu sem sem sagði að fræðslan sem hún hlaut í skóla er hún var krakki hér á Íslandi hafi gagnast henni í Bandaríkjunum mörgum árum síðar.
Við fengum fyrstu reykskynjarana sem bárust til Íslands. Það hefur enginn sagt að það mætti ekki fá þetta þ.e. að þetta væri bannað en þeir hafa kannski tileinkað sér það sem þeir hafa séð að virkar annars staðar. ?
Það er svo margt sem hefur komið héðan til íslensku slökkviliðanna sem eru dreifð út um allt land og ber helst að nefna tæki, mannskap og þekkingu. Aftur á móti er ekkert verið að tala um það að starfshættir slökkviliðsins á Keflavíkurflugvellihafi verið eitthvað viðmið annarra slökkviliða.